Ok, ég veit ekki hvað er í gangi með sambandið mitt. Ég er búin að vera með kærastanum mínum í tæplega ár og það hefur gengið bara helvíti vel fyrir utan það að við verðum pirruð útí hvort annað og endum oftast í hálfgerðri fýlu. Og þetta eru aldrei nein svaka rifrildi um e-ð alvarlegt mál heldur er þetta alltaf einhver fáranlega lítil ástæða. Og ég viðurkenni alveg að oft er þetta ég sem byrja á þessu, og þó að ég sé alls ekki skapstór og er ekki vön að rífast í fólki. Í hvert skipti sem þetta gerist þá segi ég alltaf við sjálfan mig að hætta þessu en þetta endurtekur sig alltaf. Ég veit ekki hvernig þið getið hjálpað mér með þetta en ég vona samt að þið getið ráðlagt mér e-ð.
kvkx1 =)