Ég er brjálæðislega ástfanginn af kærustunni minni, en stundum finnst mér eins og ég sé algjör aumingi þegar hana varðar, maður vill að sjálfsögðu ekki vera of uppáþrengjandi svo ég vill vita hvar línan er… Ef mig grunar að eitthvað er að angra hana, (sem mig grunar ógeðslega oft, eiginlega of oft að það er ástæðan afhverju ég skrifa þetta) ætti ég að spyrja í hvert einasta skipti hvað er að angra hana?
Eða ætti ég að vera “KARLMAÐUR” og vera næstum því alveg sama þangað til þetta verður alvarlegt.
Mig vantar ráð til að koma vel fram við kærustuna, ÁN þess að vera of uppáþrengjandi.