Ég fékk skilaboð frá notanda um að setja inn nafnlausan þráð. Endilega svarið eftir bestu getu
“Sorry ef þetta verður langt og takk ef þið nennið að lesa/svara haha
Sko, ég átti einu sinni vinkonu. Hún er frekar spes karakter og hefur átt erfitt með að halda í vini og ég veit núna alveg af hverju. Við erum sem sagt hættar að vera vinkonur. Samt einhvernveginn gerðist ekkert sérstakt, við hættum því bara.
Ég nenni ekki út í þá sögu núna en hún er ekkert voðalega góð vinkona. Ég er búin að breytast mjög mikið í sumar og haust og æi, þetta samband var bara búið.
Hún átti kærasta í 1 og hálft ár sem hún hætti með í sumar. Þá var hún alveg búin að hugsa um það einhverja mánuði og allt í góðu með það. Hún byrajr svo með öðrum strák og já, bara fínt fyrir þau.
Á hrekkjavökunni hitti ég þennan fyrrverandi kærasta niðri í bæ og fer eitthvað að spjalla við hann. Náttúrulega búin að þekkja hann síðan 2007 (ég bjó samt annarstaðar næstum allan tímann sem þau voru saman svo ég þekkti hann ekkert rosalega mikið)
Svo, af einhverri ástæðu sem ég veit ekki alveg… knúsa ég hann bless og kyssi hann mömmukoss af munninn. Veit ekkert af hverju, ég geri venjulega ekki svona og ekki einu sinni í glasi eeeen áður en ég veit af erum við komin í hörkusleik og svo heim til hans saman. Já. Einmitt, fínt.
Samkvæmt öllum ”óskrifuðu reglum“ er ”þetta“ bannað en hvað get ég sagt?
Er ég vond?
Þeir fáu sem ég hef talað við hafa sagt nei, ég sé ekki vond. Við ákváðum samt að vera ekkert að segja stelpunni þetta enda engin ástæða til - hvorugt okkar er í sambandi við hana og enginn af vinum okkar heldur.
Þá nótt spjölluðum við líka mikið saman. Við vorum alveg að verða vinir áður en þau hættu saman svona á okkar forsendum, ekki bara í gegnum stelpuna skiljiði…
Og við náðum bara mjög vel saman. Þá sagði hann mér að hann væri svona 90% komin yfir hana…
Allavega, svo hef ég bara svona aðeins séð hann á djamminu og veifað eða brosað eða eitthvað.. ekkert meir.
Svo eyðir stelpan mér af facebook, pínulítið upp úr þurru. Mig grunaði svona ða hann hefði kannski sagt henni þetta þó ég vissi svo sem ekkert af hverju hann ætti að gera það.
Þannig að þegar ég sá hann á djamminu um helgina þá spurði ég hann og hann sagði ”nei, hef ekki talað við hana í 2 mánuði“
Svo svona rakst ég á hann nokkrum sinnum í viðbót þetta kvöld og það voru oft einhverjar svona handasnertingar á meðan við töluðum saman.
Svo var bara klukkan orðin fjögur og allt í góðu, við vinkonurnar förum út og ég sé hann og ivn hans þar. Vinkona mín, sem ég sagði fyrr um kvöldið við að mér fyndist hann svolítið sætur, ýtir mér svona að honum til að tala við hann. Sem ég geri.
Vinur hans og vinknour mínar halda sig alveg í fjarlægð frá okkur - greinilega til að trufla okkur ekki eða e-ð.
Svo koma þau að tala við okkur og önnur vinkona mín segir svona ”ohh ég nenni ekkert heim…“ og þá segir þessi strákur við vin sinn hvort hann vilji ekki hafa eftirpartí. Þannig að við förum heim til hans.
Og eitt leiðir af öðru og já… við endum eiginlega saman en af ýmsum ástæðum sofum ekki saman
En ég segi svona eitthvað í gríni ”ég á þá bara inni kynlíf hjá þér“ og hann bara ”já, endilega“..
Við vorum btw hvorugt neitt mikið drukkin þetta kvöld.
Og eftir á erum við aftur bara eitthvað að spjalla, og hann er e-ð að strjúka mér. En mig kitlar svo mikið þannig að ég kippist til og þá fer hann eitthvað að stríða mér og kitla mig og halda mérniðri svo hann geti kitlað mig.
Æi, það var bara svo notalegt.
Hann er yndislegur strákur og hann á miklu betra skilið en þessa fyrrverandi og það hafa allir sagt það við hann
Ég veit ekkert eftir hverju ég er að leita með að setja þetta hérna inn.
Ég addaði honum svo á Facebook aftur…
Og mig langar svo að segja eitthvað við hann en ég veit ekki hvað.
Ætli ég sé að verða skotin í honum?
Þetta er bara eitthvað svo flókið út af fyrrverandi kærustunni hans en það ætti ekki að vera það.
Hún var ekkert næs við okkur, við skuldum henni ekkert, skiljiði?
Æi
Finnst bara vera skopparakringla í hausnum á mér og þurfti að koma þessu út”