Ég er strákur og þessi svokallaða “regla” gerir mér erfitt fyrir því mér finnst eldri stelpur mikið meira aðlaðandi, þroskaðri og tilbúnari til að takast á við lífið. Ég er 91 mdl, og fólk sem er undir 92 finnst mér að mínu mati langflest ekki nógu þroskuð til að takast á við lífið og skuldbindinguna sem samband felur í sér. Það vilja bara svo fáar eldri stelpur fá yngri stráka sem gerir þetta svolítið erfitt fyrir mig, því ég vil ekki smápíkur sem eru ekki tilbúnar til að axla mikla ábyrgð. Vil miklu frekar ‘fullorðnar’ stelpur. Ég skilgreini fullorðið fólk sem fólk sem er tilbúið til að takast á við lífið þó það myndi þurfa að bera sig sjálf eftir björginni, sem er tilbúið til að axla ábyrgð á heimili og fleiru í þeim dúr, því ég tel mig ‘fullorðinn’ og vill helst fá stelpu sem er á sama þroskaskeiði og ég. Þannig stelpur heilla mig. Ég viðurkenni alveg að yngri stelpur sem eru ekki alveg orðnar fullorðnar geta heillað mig líka, en þær heilla mig ekki eins mikið og ekki nógu mikið til að ég vilji byrja með þeim. Því miður þá virðist það bara fólk í mínum aldurshópi og ofar sem mér finnst sýna fram á fullorðinn þroska :)
Ástin spyr ekki um aldur, og ég er ekki að gera upp á milli aldurshópa hér. Ég er að gera upp á milli þroskastiga og aldur og reynsla skipar þar stóran sess. :)