Voðalega varst þú vöknuð snemma á þessum yndislega sunnudagsmorgni. :)
Allavega, þegar ég pæli meira og meira í þessu þá liggur enn meira á bak við tilfinningarnar; hvernig við túlkum tilfinningarnar og í hvaða aðstöðu við höfum hvaða tilfinningar getur verið frekar þýðingarmikið. Þannig getur ást t.d. verið það besta í heimi ef hún er endurgoldin og þú ert nálægt umræddri manneskju - en á sama tíma getur hún verið hræðileg ef þú veist að hún er endurgoldin en þú getur ekki gert neitt í því því þú ert fastur á eyðieyju. (Stundum er maður fastur á andlegri eyðieyju, sem er ömurlegt, ef þú skilur.)
Þegar ég tala um náttúruega óvini mannsins á ég að sjálfsögðu við þá sem við áttum áður en við urðum nógu tæknilega þróuð til að búa í borgum og gátum svo mikið sem nálgast heimskautin.
Já, en náttúrulegir óvinir eru lífverur sem hægt er að segja að séu náttúrulegir óvinir allra lífvera af vissri tegund (man ekki alveg flokkunina en þú skilur mig), þannig það gengur varla upp sem þú segir. Það er í raun eins og náttúruleg óvinátta sé byggð inn í viðkomandi lífverur; hún er ekki lærð.
Þú skilur hvað ég meina, mannskepnan sem slík, er. . . tjah, aumingjaleg. . . Án tækni værum við ‘kaput’ :-P
Alveg sammála því. En það sem þú varst að segja hljómaði svipað og þú værir manneskja A í þessu samtali.
A: Hæ, B, hvernig komstu hingað?
B: Hæbb. Ég kom hingað á bílnum.
A: Nei, þú komst hingað á tækninni!
B: lolwhat?
Það að við höfum komist langt vegna þess að við urðum ósnertanleg er vissulega tækninni að þakka, en þar með er það ekki vitlaust að segja að við höfum komist langt af því ekkert dýr átti roð í okkur. Rétt eins og persóna A komst til persónu B á bílnum, þó það sé tækninni að þakka.