Ég hef persónulega lent í svona minor mistökum þegar ég var undir áhrifum sem ég er ekki stoltur af og skilst mér að slíkt sé ansi algengt hjá okkur Íslendingum. Áfengi er auðvitað EKKI afsökun en það er samt faktor í svona hlutum, maður hefur sínar hneigðir og hvatir og það er manns eigin starf að sjá um að stjórna þeim (fólk hefur mjög basic kynhvöt sem spyr ekki um hluti eins og ást og skuldbindingu og svo hefur fólk dómgreind sem það notar til að stýra og stilla þessa hvöt, fyrrnefnd dómgreind hverfur með notkun áfengis en hvötin ekki).
Að halda framhjá af ásettu ráði með skýran huga er eitthvað annað, það er ákvörðun sem einhver tekur sem felur í sér gífurlegar siðferðislegar og tilfinningalegar afleiðingar og eitthvað sem ég skil ekki hvernig einhver getur gert og lifað með því.
Hinsvegar hef ég ekki verið giftur í tuttugu ár þannig að ég get svosem ekkert dæmt.
Til þráðarhöfundarins: Auðvitað ertu ekki ill manneskja, en þú ert að gera illt og þú ert að brjóta á einhverjum sem þér þykir örugglega að einhverju leyti mjög vænt um og vilt ekki særa. Þessi manneskja verskuldar að þú valdir henni ekki meiri sársauka og þótt þú getir ekki fengið þig til að segja henni sannleikann þá geturðu allavega endað hlutina á þínum forsendum svo þú sért ekki lengur að fara á bakvið hana.