Ég er í mjög miklum vandræðum eða réttara sagt mjög riglaður
Staðan er þannig að ég er hrifin af tveim stelpum, vissi ekki að það væri hægt, hef aldrei lent í stöðu eins og þessari og veit ekkert hvað ég á að gera.
Önnur er mjög góð vinkona mín og ég hef alltaf verið hrifin af henni en aldrei gert neitt í rauninni í því, hef samt alveg kysst hana á djamminu, en næsta skref kom eitthvernvegin aldrei og við héldum bara áfram að vera vinir, kannski feimni hjá okkur báðum.
Ég hitti hina stelpuna á djamminu fyrir stuttu og hún fór heim með mér. Við vorum alveg bæði að fíla hvort annað og allt í gúddí. Hún fór samt nokkrum dögum til útlanda þannig að við erum ekkert búin að hitta hvort annað mikið og hún kemur á næstu dögum.
Málið er hins vegar að ég frétti eftir að ég byrjaði að hitta “bæjar-stelpuna” að “vinkona mín” sé mjög hrifin af mér og þá blossuðu tilfinningar mínar til hennar aftur upp.
Nú sit ég heima og hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Bíða eftir að “bæjar-stelpan” er komin heim eða byrja að hitta vinkonu mína.
Báðar stelpurnar eru frábærar og það hljómar rétt en samt rangt að byrja að hitta báðar þeirra. Er bara aðeins of ringlaður.
Vona að þetta hafi komist til skila :o)
Bætt við 7. desember 2009 - 10:45
valdi vinkonuna :) takk fyrir svörin