Það fer t.d. alveg eftir tengingu þinni við stelpuna.
Ef þetta er kærastan þín (eða góð vinkona sem þú tímir að gefa dýrt) geturu gefið henni kannski uppáhalds sjónvarpsþættina hennar á DVD (eina eða fleiri seríur). Ég veit að í dag downloada allir en það er samt svo gaman að eiga þetta á DVD og ekki bara í tölvu eða á flakkara (veit ekki alveg af hverju mér finnst það samt 8) ). Ég yrði amk himinlifandi ef ég fengi seríu af mínum uppáhalds þáttum (þær sem ég á ekki fyrir) frá kærastanum í jólagjöf.
Síðan geturu verið smá lúmskur og farið með henni í Kringluna eða eitthvað undir e-rju öðru yfirskyni en því að skoða jólagjafir handa henni en verið bara duglegur að taka eftir þegar hún segir “Ohh, ég væri til í svona kjól eða svona bol” eða vottever, stelpur, allavega ég og mínar vinkonur, erum duglegar að láta vita þegar okkur finnst e-ð flott, ekkert endilega af því við erum að biðja um það heldur bara .. ég veit ekki :D
Annað er t.d. eins og einhver sagði, fallegt skart eða einhverjir fylgihlutir, ég myndi ekki vilja þannig en ég er ein af fáum stelpum sem fíla alls ekki að ganga með fylgihluti.
Dettur ekki meira í hug í augnablikinu samt.