Ég hef verið að líta yfir líta yfir hina og þessa þræði - og ég verð að segja hversu sorglegt mér finnst að sjá stráka gagnrýna aðra stráka fyrir það að sýna hinar minnstu tilfinningar í texta sínum.

Karlmenn eiga það til með að meta hreysti sitt og svokallaða karlmennsku út frá hugrekki ekki satt? Segið mér þá, hver er meiri rola og minni karlmaður, sá sem þorir að sýna að hann býr yfir sömu tilfinningum og allir aðrir einstaklingar á þessum hnetti, eða sá strákur sem verður að slá um sig með einhverjum ‘macho’ stælum og leiðindum til þess að fara ekki í keng við að heyra aðra karlmenn tjá tilfinningar sínar?

Ég mun líta á þetta héðan í frá sem ærumeiðingar, því að á áhugamáli sem snýst um eitt tilfinningalegasta málefni mannsins, samskipti kynjanna, á svona barnaskapur ekki heima. Þrátt fyrir að ég sagði að mörgu leyti bless við Huga hér áður fyrr hef ég enn þá yfirstjórnendaréttindi á Huga öllum, les hann reglulega - og mun beita þeim réttindum ef mér finnst nauðsyn til í þessu máli.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli