Búinn að lesa allan þráðinn í gegn.
Ég stunda huga mjög takmarkað, aðallega vegna þess að ég hef fátt annað séð hérna en skítköst, því miður.
Ef ég fer inn á huga, þá fylgir /humor í 90% tilvika slóðinni, því það er eina áhugamálið sem ég hef nennu og vilja í að skoða.
EN ég ákvað að fara á forsíðuna áðan ( fyrir 2 klst af lestri, haha ) og ég er mjög sáttur með það.
Þrátt fyrir að hafa stundað huga, eins og ég sagði áðan, takmarkað, þá man ég samt eftir þér frá þræðinum þar sem þú varst að kveðja, og mig minnir að ég hafi lesið hann allan líka.
Ég er 17 ára karlkyns sjálfur, og þér, Fróðleiksmoli, er ég 100% ef ekki meira sammála í þessum efnum.
Ég upplifi ofsalega miklar tilfinningar, og finnst mér fátt þægilegra en að upplifa nostalgíu - hlusta á gamalt lag sem kallar fram gamlar minningar eða ilmvatn sem minnir á fyrrverandi kærustur og samverustundir með þeim.
Ég, sem betur fer, hef aldrei skammast mín fyrir það að vera tilfinningaríkur, og lifði grunnskólann þokkalega af, án nokkurs grófs eineltis ( fyrir utan eitt til tvö ár sem voru erfiðari en önnur ) þrátt fyrir það að geta tjáð tilfinningar mínar.
Ég er ofsalega mikill spekúlant, og ég segi það án þess að reyna að setja mig á nokkurt hásæti, ég hef einfaldlega gaman að því að spá í hlutina, og er afar þakklátur fyrir það að eiga vini sem ég get deilt hugsunum mínum með.
Ég á þó nokkuð marga vini, sem ég hef flestum fylgt í gegnum allan grunnskólann, og það er fyndið að hugsa til baka og líta á hvernig sumir hafa breyst í gegnum árin.
Ég, eins og ég sagði áðan, hef alltaf verið tilfinningaríkur, og ekki verið hræddur við að sýna það, því þær tilfinningar sem ég fæ, sérstaklega útúr ákveðinni tónlist, eru bara ekki þess virði að gefa upp fyrir einhvern macho skap eða þvíumlíkt.
Fyrstu 5 ár grunnskólans átti ég bara kvenkyns vini, ég stríddi aldrei stelpum eins og þykir eðlileg tjáning karlkyns barna á að sýna hrifningu til kvenkyns barna.
Ég talaði bara við þær í staðinn fyrir að stríða þeim, og var því með vinsælustu strákunum í bekknum meðal stelpnanna ( sem gerði mig mjög óvinsælann meðal strákanna ) og varð til þess að ég varð fyrir eilítlu einelti af þeirra hálfu…
“Afhverju ertu að tala við stelpu?” Var ég oft spurður að.
Fyndið að þessi spurning myndi þykja einkar “samkynhneigð” ef hún yrði spurð af nákvæmlega sömu aðilum, einungis 8-10 árum síðar.
Ég er 100% gagnkynhneigður sjálfur, ég spurði mig eitt sinni fyrir ekki svo löngu síðan að því hvort ég væri hrifinn af karlmönnum, ekki vegna þess að ég var áhyggjufulllur, heldur vegna þess að ég er ofsalega forvitinn og vildi vita hvort ég bæri einhverjar kynferðislegar tilfinningar til sama kyns, vegna þess að mér þótti það, kannski á þeim tíma, skrítið að geta fundist karlmaður “myndarlegur”
Ég áttaði mig þó á því seinna, að það að vilja líta út eins og einhver þýðir ekki að maður vilji vera einhver, svo að ef mér fynnst einhver af sama kyni myndarlegur, þá snýst hugsunin einungis um það að vilja líta meira út eins og sá aðili, heldur en nokkuð annað, að dást að fegurð þarf ekki að fela í sér kynferðislegar tilfinningar, frekar en það að dást að fallegri ljósmynd eða fallegu barni felur í sér kynferðislegar tilfinningar.
Ég hef upplifað ýmisskonar kynlíf, og var og er á þeirri skoðun að kynlíf þarf að fela í sér tilfinningar beggja aðila til hvors annars.
Ég hef stundað einnar nætur kynni, og þó að það sé ekki slæmt, þannig séð, þá er það svo ópersónulegt, að maður gæti einhvernveginn alveg eins stundað bara sjálfsfróun - því það eina sem að maður græðir í raun á því er reynslan ( að einnar nætur kynni séu ekki það sérstök ) og kannski að stæra sig eilítið við nokkra vini, sem ég gerði eitt sinn eftir einnar nætur kynni við einstaklega aðlaðandi kvenmann.
En það er yfirborðskennt, og í raun ekki þess virði, þegar uppi er staðið.
Ég hef verið í einu “alvöru” sambandi, og fann það bara að traustið sem ég bar til hins aðilans gerði kynlífið svo miklu betra, og að biðja um hina og þessa hluti sem mér finnst kannski betri en aðrir, var ótrúlega góð tilfinning, og ekki eitthvað sem maður getur beðið manneskju um á einnar nætur gamani, því helstu óskirnar þar fela aðallega í sér hver verður ofan á, hvort manneskjan gisti eftir á o.s.fr.
Ég trúi hins vegar á “Friends with benefits” því ég á eina alveg sérstaka vinkonu, svona “bestu” ef svo má orða það, og við erum búin að vera það í marga marga mánuði, fer að nálgast ár að ég held.
Við vorum búin að deila öllu saman, og þar á meðal öllu sem tengdist kynlífi.
Svo ákváðum við það einn daginn að sofa saman, og það er bara með besta kynlífi sem ég hef stundað, því ég elska hana gjörsamlega, og hún mig, og við getum hlegið og grátið saman, og vitum 100% hvað hinn aðilinn vill, og er það ekki grunnurinn að öllu virkilega góðu kynlífi?
Ég er kannski kominn aðeins út fyrir punktinn, en að mínu mati þá er það að bæla niður tilfinningar alvöru aumingjaskapurinn.
Afhverju leggur fólk í einelti?
Afhverju hraunar fólk yfir annað fólk á internetinu?
Útaf því að það skortir sjálfsöryggi, sem er veruleg kaldhæðni, því þeir halda að þeir séu að draga úr sjálfsöryggi hins aðilans, sem verkar örugglega í einhverjum tilfellum, en í raun er þetta hinn hreinasti barnaskapur.
Ég satt að segja vorkenni þeim karlmönnum sem geta ekki hlustað á tónlist eða horft á bíómyndir eða ljósmyndir eða listaverk, og fundið þessa tilfinningu inn í sér, sem ég á svo auðvelt með að finna, því ég er búinn að læra þó það mikið á mínar að ég get stjórnað þeim að ákveðnu leyti ( Sum tónlist meðan ég er dauðþreyttur? Setur mig inn í bestu dagdrauma lífs míns, betri upplifun en nokkurt eiturlyf )
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra ( þó ótrúlegt sé ) og enda ritgerð mína á :
Vona þú komir aftur, Fróðleiksmoli - því það eru akkúrat aðilar á borð við þig sem að gætu orðið til þess að ég stundi huga frekar.
Gangi þér vel með sálfræðina, endilega láttu mig vita þegar þú færð leyfið svo ég geti komið í tíma til þín.
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir