Veit aldrei hvernig ég á að byrja svona þræði.
Byrja kannski á því að taka fram að ég er ekki notandinn. Ég er vinkona sem fékk að nota þennan account því of margir á huga vita hver ég er og vildi ekki nota minn account.

En þannig eru mál með vexti að ég er hrifinn af einum gaur. Hann hefur verið vinur minn í alveg smá tíma og ég hef aldrei þorað að gera neitt í hlutunum.

En svo var það fyrir nokkru að við vorum eitthvað að kósýast heima hjá mér. Og þá tek ég eftir að hendin hans byrjar að strjúka minni og ég fæ bara svakalegan hroll. Og svo kysstumst við og bara made out.

Svo höfum við eitthvað verið að hittast en oftast bara útaf frumkvæði frá mér. Hann já.. “eltir” mig ekki.
Hann hefur sagt mér að hann hefur áhuga á mér. En hann er svo rosalega erfiður að hann bara sýnir það ekkert og er svo svakalega lokaður. Það er eins og hann skiptir um skoðun á mínútna fresti hvort hann hafi áhuga á mér eða ekki.
Ég hef reynt að sjá hvort hann þyrfti bara smá tíma til að melta þetta eða eitthvað. En hann hefur aldrei frumkvæði og ég kannski tala ekki við hann í viku og það er eins og hann taki ekki eftir því.
En svo þegar ég gefst upp eftir viku og spyr hvort hann komi að gera eitthvað þá er hann alltaf up for it.

Ætti ég bara að gefast upp á þessu og fara bara að pæla í öðrum gaurum (hef alveg áhuga á nokkrum öðrum)?
Við erum bæði svo rosalega ólík. Ég er mjög opin og hress manneskja en hann er svo lokaður og (tek áhættuna að hljóma kjánaleg) dularfullur og bara svo flókinn.

Og svo nýlega hefur mig grunað að hann eigi við áfengisvandamál að stríða útaf mörgum ástæðum..

Og til að taka fram þá hef ég alveg áhuga á öðrum gaurum sem eru alveg mjög spennandi. Ætti ég bara að hætta að pæla í þessum og fara bara að einbeita mér að einhverjum öðrum eða…?