Veit að þetta er ‘vandamál’ sem kemur fyrir í öðrum hverjum korki og ég gæti alveg eins lesið þá aftur og aftur, en það er bara ekki það sama og að fá svör beint í æð þannig að here:
Ég er hrifin af góðum vini mínum. Í vinahópnum er stemmingin þannig að allir eru alltaf að knúsast og kúra og lalala, en það hefur einhvernveginn aldrei verið þannig á milli okkar, líklegast af því að mér finnst hann svo guðdómlega heitur að ég þori vart að snerta hann en líka vegna þess að hann er bara ekki beint týpan í allt þetta mússímúss. Hann hefur ekki átt kærustu sem slíka síðan í grunnskóla (erum á 3. ári í menntó) og svona, og hann er mjög ‘kresinn’ skulum við segja á stelpur.
Svo núna upp á síðkastið erum við búin að kynnast betur og betur, og ég er bara orðin fáranlega hrifin af honum. En, ég þori ekki að gera neitt, vegna þess að vinkona mín var einu sinni hrifin af honum, var í svipaðri stöðu og ég, og hún lét það í ljós og hann bara ýtti henni burt liggur við vegna þess að hann, tjah, var ekki hrifinn af henni og vissi ekkert hvað hann átti að gera.
Og nei, ég er ekki að fara að tala við hann í einrúmi og opna hjarta mitt, það bara gengur ekki upp.
heelp..