Njóttu þess að vera hjá henni þegar þú getur. Ef möguleiki er, þá getiði verið í síma- eða netsambandi á meðan hún er úti.
Síðan þegar hún er farin, þá er aðal málið að drekkja sér ekki í sorgina með því að hugsa endalaust um hana þarna úti. Hugsaðu um e-ð jákvætt, það er eitt það mikilvægasta í lífinu. Ef þú vilt hugsa um hana, hugsaðu um öll æðislegu momentin sem þú áttir með henni, hugsaðu um hve gott hún hefur það þarna úti (Þ.e.a.s. ef hún hefur það gott).
Gerðu e-ð fyrir sjálfan þig, e-ð sem þér finnst gaman. Farðu og hittu félaga þína og spila fótbolta eða spila e-ð spil eða e-ð slíkt. E-ð sem á möguleika á að kæta þig því annars ertu of upptekinn við að hugsa um að hún sé farin og þá verður þetta lengi að líða :)
Alltaf að hugsa um það jákvæða, það verður léttara að lifa þannig. Ef þú hugsar alltaf neikvætt þá er eins og maður virki ansi orkulaus oft á daginn og ég þekki það af eigin reynslu. En ef maður leyfir sér að hugsa um allt það jákvæða í lífinu nærðu að dreyfa orkunni um líkaman og það verður bæði auðveldara og skemmtilegra að lifa :)