ég er trúlaus og ætla að gifta mig.
málið er að gifting er mun meira en að vígja sig innan einhverrar kirkju, þar sem gifting gefur manni strax miklu meiri lagaleg réttindi heldur en að maður búi aðeins saman.
tökum sem dæmi Stieg Larsson sem lést á dögunum, hann hafði átt konu til 6 ára minnir mig, og þau voru ekki gift, aðeins sambýlingar. Hann hafði ekki talað við föður sinn eða bræður í langan tíma og hafði ekkert samband við þá, en svo lést hann skyndilega og þá hefur kona hans engin lagaleg réttindi til þess að erfa það sem hann átti (bókaútgáfur, kvikmyndarréttur að bókunum, handrit osfv og náttúrulega peningaaaaaar) og þessir feðgar þarna eru búnir að troða sér í gegn og hirða allt (enda með lögin sín megin hérna - vegna engrar giftingar hjá þeim) og hún rétt náði að komast í gegnum lagabaráttu til að halda íbúðinni sem þau höfðu búið í saman.
gifting er svo miklu meira en að bara vígja ástarsambandið og halda upp á það og svo framvegis.
GEfur manni rétt til að sitja í óskiptu búi um óákveðinn tíma og ýmislegt fleira.
annars mun ég koma til með að gifta mig, og það mun vera hjá borgardómara.