Ég fékk skilaboð frá notanda um að setja inn nafnlausan þráð. Endilega svarið eftir bestu getu
Sælir Hugarar
Þannig eru mál með vexti að ég og ein stelpa erum núna búin hittast í þrjár vikur. Erum búin fara á einhver 5 deit og ég er búinn að gista einu sinni heima hjá henni, þó höfum ekki sofið saman. Þetta er á því stigi að verða alvarlegt. Ég er svoldið óákveðinn hvort samband sé eitthvað sem ég vil en af því þetta er svo æðislega stelpa þá er ég allavega tilbúinn að sjá hvað gerist.
Síðan í gærkvöldi skellti ég mér í bæinn. Hún gat ekki hitt mig því hún fór til útlanda um helgina. Það sem gerist í bænum er að ég hitti einhverja stelpu og við byrjum að spjalla. Eitt leiðir af öðru og allt í einu er ég kominn heim til hennar og þar kyssumst við smá en ekkert meira gerist.
Þetta er ekki beint mín stoltasta stund og veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessu. Þetta var mjög lélegt af mér. Ég er hrifinn af þessari stelpu sem ég er að hitta og ber engar tilfinngar til stelpunnar sem ég fór með heim og ætla ég ekki að hafa samband aftur við hana.
Það sem ég er að velta fyrir mér á ég að segja stelpunni frá þessu eða sjá bara hvað verður úr þessu. Við erum náttúrulega ekki byrjuð saman en ég viðurkenni að þetta er að við það að verða alvarlegt. Hvað mynduð þið Hugarar gera í minni stöðu?