Ég var í svipuðum sporum. Ég er reyndar ennþá pínulítið í sömu sporum en ég nota nokkur ráð sem hjálpa mér nokkuð.
Aðalmálið er að efla sjálfstraustið, og það gerist ekki nema með því að láta reyna á. Meina, hvort finnst þér betra? Að vera strítt af því að hafa fengið höfnun, en þó reynt. Eða, að reyna ekki og líða illa yfir því?
Þetta er allt spurning um sjálfstraust, sjálfsmynd og sjálfsaga. Læra að temja sér þær reglur að hvað öðrum finnst um þetta skiptir engu máli. Þó þeim finnist þetta kannski fyndið og vilji stríða þér eða e-ð, þá er þetta alveg eðlilegur hlutur sem þú ert að gera og ættir því ekki að vera hræddur við stríðnina, því þú veist betur og gerðir rétt. Aðal málið er að láta ekki viðbrögð annarra aftra sér.
Ég mæli bara með að fara ekki yfirum og ætla þér of mikils í einu. Taktu fyrir lítil skref í einu til að bæta sjálfstraustið, taktu frumkvæði og talaðu við stelpu, sýndu henni áhuga, talaðu við hana um hennar áhugamál, e-ð sem hana finnst gaman að tala um. Það vekur mun meiri áhuga af hennar hálfu. Flestir eru mjög uppteknir af sjálfum sér og hugsa of mikið um sjálft sig. Það sem ég get líka bætt við er að virtu það sem hún segir, ekki fara að rífast yfir því að þið hafið mismunandi skoðanir á e-rju. Það má að sjálfsögðu segja sínar skoðanir á hlutum en ekki láta það hljóma eins og þú fyrirlítir skoðanir hennar :)
Eins og ég segi, ekki ætla of mikils af þér, leyfðu þér að prófa þig áfram og taktu frumkvæði. Ef þetta er ekki að virka alveg strax, ekki gefast upp. Rífðu þig upp og haltu áfram og ekki velta þér uppúr hvað öðrum finnst um þetta. Láttu bara vaða, vertu þú sjálfur. ;) Þetta kemur í skrefum og skref nr. 1 er frumkvæði. :)
Nú, einnig mæli ég með því að þú skoðir hvort þú viljir ekki kíkja á námskeið hjá Dale Carnegie. Það hjálpaði mér gríðarlega mikið, þar kynnistu fullt af fólki á þínum aldri, færð að flytja ræður fyrir framan hópinn, það styrkir sjálfstraustið alveg gríðarlega mikið. Þarna lærir fólk sitthvað um mannleg samskipti, sjálfstraust, sjálfsmynd, eldmóð, minnistækni og fleira. Mjög fjölbreytt og skemmtilegt námskeið sem mjög vert er að fjárfesta í get ég allavega sagt! ;)