Ég er að tala við gaur og ég get ekki alveg skilgreint HVAÐ við erum. Ég spurði hann, daginn áður en ég fór í 10 daga til útlanda, hvernig hann liti á okkur og hann sagði að ég væri frábær og vildi hitta mig meira, ástæðan fyrir því að hann væri búinn að hitta mig svona lítið undanfarið er vegna þess að það er svo mikið í gangi í lífinu hjá honum núna.
…þannig ég spurði hann hvort ég mætti komi til hans, bara í tvær mínútur til að segja almennilega bless áður en ég færi út. Hann sagðist ekki vilja vera leiðinlegur en hann væri rosalega þreyttur, svo ég fór auðvitað ekki til hans…
…málið er… ef þið væruð í þessum sporum, þið kynnist einhverjum aðila sem ykkur finnst vera “frábær” og skemmtileg/ur, myndu þið ekki vilja hitta þessa manneskju jafnvel þó þið væruð óhemju þreytt?
myndu þið ekki svara e-mailum og sms eins fljótt og hægt er þó það væri mikið í gangi? (og nei, ég er ekki að hrúga yfir hann sms-um né e-mailum, sendi honum einungis tvö e-mail úti, hann svaraði aldrei seinna).
og hinsvegar, myndu þið segja við manneskju að hún væri frábær og þið vilduð hitta hana oftar, ef þið meintuð það ekki? bara til þess að særa ekki?
bara sonna pælingar í gangi…
Vatn er gott