Ókei, drengur…
Númer eitt: taktu öllum ráðum sem þú færð á huga með varúð, líka þessu sem ég er að gefa þér. Ekki taka öllu bókstaflega og ekki endilega fylgja því ráði sem virðist sniðugt í fyrstu, heldur hugsaðu dæmið til enda.
Númer tvö: Chillaðu smá. Og þegar ég segi chilla, þá þíðir það ekki “hættu að tala við hana.” Taktu þessu bara rólega, talaðu við hana, hringdu og bara chillaðu, ekki vera að reyna að plana eitthvað “deit” eins og bíó eða eitthvað svoleiðis. Leyfðu helginni að líða rólega, leyfðu hlutunum bara að gerast. Bestu “fyrstu stefnumótin” verða til þegar kvöldið gerist bara, ekki fyrirfram planað ;)
Númer þrjú: Er mikið að læra?? Notfærðu þér það og lærið saman. Margt gott kemur út úr því en ekki láta þér bregða þótt ekkert gerist nema þú vitir aðeins betur um þingflokksformenn eða algebru.
númer fjögur: Oft borgar sig að vera ekki of ýtinn en samt ekki fjarlægur. Til dæmis, ef þú sérð ekki fram á það að geta hitt hana neitt eða talað einn daginn eða tvo daga eða svo er samt sem áður gott að minna á sig með einhverju litlu eins og að senda henni sms “Gleðilegan miðvikudag!” eða eitthvað álíka heimskulegt. Passaðu þig samt að nota þann frasa aðeins einu sinni vegna þess að hann verður fljótt þreyttur. Þá ertu allavega smá í huga hennar yfir daginn ;)
númer fimm: Chillaðu, og ekki stressa þig yfir því að hún þurfi að gera annað ;)