Hola,
Engin sambönd eru fullkomin. Mig langar að spurja ykkur sem eru í sambandi. Hvað er það sem ykkur finnst mætti betur(bæta) fara í sambandi ykkar eða í sambandi við maka þinn? Hefur samband ykkar eitthvað breyst frá því að þið byrjuðuð fyrst saman? Endilega segjið líka hvað þið eruð búin að vera lengi saman :)
Ég er búin að vera með mínum í 3 ár í janúar og erum byrjuð að búa saman. Það sem mér finnst kannski ætti að “bæta” er að kærasti minn væri meira “spontanious” og gera meira af þessum “litlu” hlutum. Við byrjuðum saman 16 ára og auðvitað hefur sambandið breyst, við höfum þroskast (þó auðvitað ekki í sitthvora áttina). Við höfum verið saman öll menntaskólaárin (klárum í vor) og er ég kannski ekki eins sjúklega háð honum og ég var fyrst. Sem er reyndar bara ágætt :)
Endilega segjið frá