Að fólk komi ekki með upp með óþarfa vandamál, bæði geri allt fyrir hvort annað, (hvort sem það er meira kynlíf eða fleiri blóm) góðir tengdaforeldrar (Það skiptir MIKLU máli) traust, virðing, rómantík og að fórna einhverju fyrir hvort annað.
Þetta er það sem mér datt í hug í fljótu bragði. Það að vera ástfanginn er einhver besta tilfinning sem til er. Maður verður alveg ringlaður og brosir alltaf og dýrkar hvern dag og lifir hann eins og hann sé sá síðasti. Maður fer líka að gera allt til að hitta þann sem maður er ástfanginn af.
Svo byrjar maður í sambandinu sjálfu kannski. Fyrstu vikurnar/mánuðina á allt að ganga fullkomlega fyrir sig. Samt vill það stundum verða þannig að sambandið verður þreytt eftir því sem lengra líður á. Ef maður getur komið í veg fyrir það þá er það fullkomið samband