Vá, þú ert alveg milljón.
Þú ert einfaldlega að ópersónugera þetta of mikið. Þú getur ekki einfaldlega horft á aldur og sagt beint út “jánei, þetta er of ungt” sem er mitt einfalda point. Fólk sem er ekki reiðubúið í giftingu 17 ára giftir sig ekki 17 ára - enda má það ekki gera það lögum samkvæmt - en það er einnig því fólk er almennt ekki krossþroskaheft (!). Fólk sem hefur ekkert á móti skuldbindingu getur hinsvegar trúlofast - það er tákn um að þau eru að plana að vera saman þartil dauðinn þau aðskilur. Þau eru að lýsa því yfir að sambandið sé virkilega alvarlegt hjá þeim, þau þurfa ekki að gera það en þau vilja það sum.
Einnig finnst mér þú hálfdrepa þig með því að segja “í flestum tilfellum, JÁ”. ‘Hversvegna?!?!?!?!?!’ gætirðu spurt. Jú, kæri vinur, því þarna hefurðu þegar játað mitt point. Ég er ekki að segja að allir geti gift sig eða trúlofast á þessum aldri, ég er einfaldlega að segja að fólk getur ekki bara horft á töluna og sagt “hmm nei, þetta er of ungt”. Hvert tilfelli er of einstakt til þess og því er ekki hægt að segja hreint út að þetta sé einfaldlega of ungt, þó það væri mögulega of ungt fyrir flesta, þá er það ekki of ungt fyrir alla.
Nærðu þessu eða er þetta eitthvað óskýrt?