ég á eina vinkonu sem ég þarf að draga með afli, grínlaust, ef ég á að geta gert eitthvað með henni án kæró. og hann er ekkert að hjálpa.
ef ég eða einhver vinkona hringir í hana og biður um að gera eitthvað, kannski versla eða horfa myndir, hún er geggjað til í það, en svo heyrir maður eitthvað í bakgrunninum og svo kemur: æj við blabla ætluðum eiginlega að vera heima og hafa það kósí.
þetta væri í lagi ef þau væru bara nýbyrjuð saman eða þetta væri kannski í fyrsta skipti, þau eru búin að vera saman í 9 mánuði og þetta er nánast undantekningalaust sem þetta gerist.
sorry ég er bara pínu bitur þar sem ég er ekki á sama stað og hún ég kem bara um helgar og ekkert alltaf þar (þó ég sé búin að fara allar helgar í ágúst þanngað) og ég fæ alltaf á tilfinninguna að ég sé það ræna einhverjum “private time” milli þeirra.
hann svona íjar að því að með því að gera eitthvað skemmtilegt með henni þá sé ég að eyðileggja sambandið og ég held (hef ekki fengið staðfestingu frá henni) að hann sé búinn að banna henni að hitta mig, þar sem ég og hún hengum alltaf saman þar til þau byrjuðu saman.
ég var fyrstu 5 mánuðina voða líbó með þetta: “æj ég ætla frekar að hanga með blabla en þér” þar sem þau voru að byrja saman og það er eðillegt að vilja vera sem mest með hinum helmingum.
núna aftur á móti er ég ekkert þarna og þegar ég kem er eins og ég sé búin að eyðilegga allt fyrir þeim, þó ég láti hana vita með viku fyrirvara, og eina sem þau gera er að hanga heima og horfa á myndir.
kannski er ég að láta þetta fara óþarflega mikið í taugarnar á mér.