Það fer auðvitað allt eftir því hvað er langt á milli ykkar. Þetta er auðvitað þess virði ef þið viljið vera saman og treystið hvoru öðru. Ég hef 3 verið í fjarsambandi og í þá sitthvoru sambandinu.
Með fyrri kærastanum mínum þá vorum við í fjarsambandi í 7 mánunði, síðan saman í 4 og aftur fjarsamband í 3 mánuði. Við vorum hvorugt með bílpróf nema í seinna fjarsambandinu og það var erfitt, en það var samt þess virði. Við hittumst þá svona 1-2 helgar í mánuði, fór eftir því hvað við áttum pening og hvað við höfðum tíma. En þessar helgar voru þá algjörlega hápunktur mánaðarins :) og það voru svona 2 tímar á milli okkar í keyrslu.
í núverandi sambandinu mínu þá þurftum við að vera í fjarsambandi núna yfir sumarið, reynar ekki jafn slæmt og í fyrra sambandinu, það var bara rúmur klukkutími á milli okkar og ég komin á bíl þannig að ég keyrði alltaf til hans þegar ég var í fríi, þannig að við hittumst svona að meðaltali 1-2 daga í viku.
Þetta er eftitt og krefjandi en algjörlega þess virði ! Ég persónulega finnst að ef pör geta ekki treyst hvoru öðru til að vera í burtu frá makanum í nokkra mánuði þá sé þetta ekkert “alvöru” samband, því auðvitað verður maður að treysta hinum aðilanum.