Þar sem það er örugglega ekki rómantískt að lykta eins og úldin köttur eða eins og 50 ára gamalt whisky og þá langar mig að spyrja ykkur þar sem góð lykt er aðlaðandi og getur kveikt á rómantísku augnaráði og verið talsvert dáleiðandi.
Hvaða rakspíra/hárvörur/sápu/gel/ilmbaðolíu notast þú við til að gera þig meira aðlaðandi? og hvað af þínum ilmvörum myndirðu nota á rómantísku deiti yfir kertaljósi?
Þá er ég að meina aðlaðandi, ekki telja upp eitthvað sem ykkur finnst ekki aðlaðandi eða eitthvað sem þið látið á ykkur en eruð ekkert að spá í lyktinni eða finnst hún pirrandi.
Sjálfur nota ég í sturtunni Cherry Blossom handsápu frá Palmolive, Neutral Sjampó(eiginlega enginn lykt); finnst þetta samt aðlaðandi blanda. Súperb.
Uppáhalds rakspírinn er Burberry Touch en ég á helling af öðrum en mér finnst þessi vera mest “ég” og mest rómantískur og aðlaðandi. Svo ef ég myndi fara á deit þá myndi ég örugglega fara í bað og nota Ilmbaðolíuna Lavander frá Arya Laya og nota Redken, go clean* For Men sjampó fyrir normalt hár. Þetta er spari sjampó og ég nota það ekki daglega en það lyktar mjög ferskt og rómantískt. Það er líka of dýrt til að vera splæsa því á hverjum degi þannig að það gerir þau fái skipti sem maður notar það bara enn meira spes ;)
Mér finnst líka yndislegt að fara í lavander bað með gott lesefni.
Á gel, raksápu og allskonar shit en það lyktar ekkert nægilega aðlaðandi á mig.
Svara þú nú!