lily allen - fuck you
lily allen - knockin' em out
la roux - bulletproof
þetta eru lög sem ég myndi hlusta á ef ég væri að reyna að jafna mig á sambandsliti
lily allen - littlest thing
la roux - in it for the kill
þetta eru lög sem maður hlustar á ef maður vill ennþá vera í ástarsorg
annað: hlustaðu á eitthvað sem kemur þér í gott skap en er kannski ekki um ástina t.d. ég myndi hlusta á lady madonna með bítlunum eða 3 efstu lögin.
en alls alls ekkert sem minnir þig á hann/hana t.d. sneyddi ég algjörlega allt rapp r&b og pop (geri reyndar enn, aðallega rapp og r&b farin að finna poptónlist sem ég fýla en ekki hitt) eftir að ég hætti með mínum fyrrverandi hættum saman því að fyrrverandi fýlaði þannig.
þetta er líka bara spurning um hvað vil ég hlusta á? fæstir eru til í að hlusta á eitthvað sem minnir þá á góðu stundirnar með fyrrverandi en gera kannski meira af því að hlusta á niðurdrepandi tónlist til að réttlæta þunglyndið sem á stundum til að koma með sambandsslitum.
best er að taka sér tíma og hlustaðu á góða upplífgandi (að þínu mati) tónlist, og ekki gleyma að gera eitthvað með vinunum, já eins og einhver sagði ræktina, í bíó, á djammið.
ef þetta virkar ekki þá er eitt sem hefur alltaf virkað fyrir mig. skrifa sögur. ekkert endilega góðar sögur en bara að skrifa/semja sögur losar um svo margt. fyrir þá sem ekki geta samið er líka hægt að gera dagbók. þetta líka virkar fyrir mig eins og að over-write-a eitthvað á tölvu. eftir smá stund er ég svo sokkinn inní söguna að ég man ekki lengur hvað ég var sorgmædd yfir.
okey ég er hætt enda er þetta sögudót farið að kitla sköpunargyðjuna í mér.
gangi þér vel í lífinu