Já að vera hógvær og rólegur, þá er bara gefið að maður sé með gleraugu, skítugt hár og þori ekki að tala við neinn. Góður.
Nei hættu þessari þröngsýni. Þessu sem þú varst að lýsa eru svokallaðir lúðar og þeir fyrirfinnast sjaldan í partíum þannig að það er gleymt fyrir þá að fá að ríða anyways(hehe). Með hógværð er átt við sá sem getur verið eldhress og kátur og jafnvel sá hressasti í húsinu. Málið er bara að hann kann sér hóf, með því er átt við að hann þarf ekki stöðugt að láta á sér bera og slíkt. Getur engu að síður verið mjög þæginlegt að tala við og hann getur verið opinn og allt það. Hann skynjar bara hvenær á að vera rólegur og tillitsamur og hvenær á ekki að vera með látalæti. hann getur haft alla eiginleika þans sem mest heyrist í en hann þarf ekki alltaf að sýna það og er ekki stöðugt að biðja um óþarfa athygli. Hógværð hefur ekkert endilega að gera með að sitja út í horni og segja ekkert, það kallast félagsfælni.
Sá, aftur á móti, sem er yfirlætislegur er sá sem getur vel verið mjög skemmtilegur náungi en hann þarf bara stöðugt að fá athygli með því að segja brandara eða sögur eða slíkt og veit ekki hvenær á að hætta. Það fer í taugarnar á mörgum og ég veit það. Með svoleiðis náunga má oft vitna í málsháttinn “Oft bylur hæst í tómri tunnu”.