Hæ hæ. Ég og kærastinn minn byrjuðum í sambandi í fyrra.(ég 15 ára og hann 18 ára.) Og þegar við erum búin að vera saman í sirka 1 og halfan mánuð þá fer ég í partý með vinkonu minni. Og svo endaði þetta þannig að strákur kyssir mig og ég á móti. Svo eftir smá þá hugsaði ég bara hvað er ég í anskotanum að pæla. Og ég bara byrjaði að tárast og hringdi í kærastann(gratandi því ég sá svo eftir þessu) Og hann kemur og sækir mig og ég seigi honum frá þessu strax, (ég var virkilega mikið full, en ég veit að það er engin afsökun) en svo var alltílagi og við bara gleymdum þessu og við erum búin að vera saman í 9 og hálfann mánuð núna. Svo voru við að tala saman og samræðurnar fóru út í þetta og svo spurði hann, kysstir þú á móti í partýinu? Og ég svaraði játandi, og þá vissi hann það ekki allann þennan tíma. Og ég sagði honum það samt, hvað gerðist. Og núna getur hann ekki gleymt þessu og ekki ég heldur.
Mér líður ömurlega, ég elska hann útaf lífinu:( Hann er svo frábær, og ég gæti aldrei gert neitt svona aftur, hef heldur engann áhuga á því. Því ég veit núna að ég vil vera með honum, ég er búin að sjá það hvað hann er yndislegur og frábær. Þetta eru stæstu mistök lífs míns. Ég bara vil ekki missa hann.
Hann er altaf að tala hvað ég er mikil tík og það særir mig svo rosalega mikið, að hann sé altaf að tala um þetta:( (veit alveg að ég var fáranleg þetta kvöld og sé eftir því, vildi að ég gæti tekið það til baka) En ég veit ekkert hver þessi gaur er sem kyssti mig. En ég er mjög hamingjusöm með kærastanum mínum og það er hann sem gerir mig hamingjusama, hann er líka hamingjusamur með mér. Nema bara ég veit ekki alveg núna eftir að hann vissi þetta. Hvað finnst ykkur um þetta?
- engin skíta komment takk.