Ég og kærastinn minn erum hamingjusamasta par sem ég veit um.. samt sem áður erum við bæði mjög “uppáþrengjandi” ég sendi honum sms um allt sem fer í gegnum hugann minn sem mig langar að segja, sem eru oft mjööög mörg á stuttum tíma, hann fílar það, og finnst meiraðsegja óþægilegt ef ég sendi einhvað minna. Mér finnst þetta mjög þægilegt líka. Hann sendir mér eins mikið og hann getur, sem er samt minna en ég geri.
Hann er reyndar að vinna í noregi og þetta er eini samskiptamöguleikinn okkar, en þetta var ekkert ósvipað áður en hann fór, og okkur líkar það báðum mjög vel.
Við erum sammála um öll svona “sambandsthingy” eins og þetta, framhjáhöld, og bara allt svona sem tengist sambandi. Og ég held að einmitt ÞAÐ gæti verið það sem haldi sambandinu okkur svona góðu, ekki að fara rétt að, að passa sig ekki að vera of uppáþrengjandi,,, því ef mér líður illa og langar að segja honum eitthvað en “má” það ekki því þá verð ég of uppáþrengjandi, það mundi valda mér meiri vanlíðan sem síðan skemmir sambandið..
Þetta að finna rétta makann, sem er með svipuð viðmið tengd sambandi er örugglega mikilvægara en að reyna aðlaðast hinum aðilanum og þeim stöðlum sem hugarar setja því það getur oft valdið mikilli vanlíðan, ég þekki það.
Við erum öll svo mismunandi og erum með mismunandi tilfinningar gagnvart þessu og þannig er bara lífið.. er ekki einver sála sammála mér? :)
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C