Ef hann er með vinum sínum, á æfingu eða eitthvað, þá er ekki gott fyrir þig að hringja í hann. Þú getur sent honum eitt sms og spurt hann hvort þú gætir hringt í þig eftir æfingu eða hitt þig eftir æfingu, ef hann svarar þá bara gott mál, þá sendiru til baka. Ekki búast við að hann svari hálfri mínútu eftir að þú sendir sms-ið, strákar geta verið mjög uppteknir með vinum sínum (eins og ef kærastan mín sendir mér sms og ég er með vinum mínum, þá tek ég upp síman, byrja að senda sms-ið, svo gleymi ég mér með vinum mínum og man svo allt í einu eftir sms-inu eftir svona hálftíma)
Allavega, ekki hringja, margir strákar hata að tala í síma (eins og ég) og það er stundum böggandi að fá símtal frá kærustunni þegar maður er með vinum sínum (nema þegar það er ekkert að gera og okkur vinunum leiðist, þá er það ágætt), og ekki taka því illa, alls ekki, þú getur verið æðislegasta manneskja í heimi og kærastinn þinn getur elskað þig alveg rosalega mikið (eins og ég hugsa um kærustuna mína), en það er bara eitthvað við það að fá símtal frá kærustunni þegar maður er með vinum, það er stundum eitthvað bögg við það, veit ekki afhverju
Svo geturu líka spurt hann hvort þú megir hringja eða senda honum sms áður en hann fer til vinana, ef hann segir nei eða “ég veit ekki, verð örugglega upptekinn” þá verðuru að virða það, ef þér þykir vænt um hann þá máttu ekki vera uppáþrengjandi tíkin sem gerir ekki annað en að hringja og böggast í honum, strákar hata það
Ég vona að þetta komi að einhverju gagni! =D