Þú virðist nú ekkert vera í sérstaklega góðu skapi, kallir mig bara heimskan, þú hefur greinilega ekki kunnáttu í því að lesa í kaldhæðni.
Þar sem þú gast ekki lesið kaldhæðnina í mér varð seinni efnisgreinin þín (ef svo má kalla hana) ónýt. Þú hittir samt naglann á höfuðið og ég er með mikla fordóma á móti feitu fólki (ekki fyrir, ég er ekki “með” feitu fólki).
Feitt fólk er feitt af þremur meginástæðum:
1) Lélegt fæði - hér má oftast rekja fitu til foreldra, það er ekki bara “gen” eins og fólk heldur, en það sem foreldrarnir borða, borða börnin líka, og því verður það feitt. Athuga má einnig að gerfisykur og önnur gerfi-efni sem neytt eru til matar eru fitandi, en ég gæti skrifað doktorsritgerð um það og ætla nú ekki að fara að stækka einn þráð á huga um rúmlega helming bara til að sanna fyrir stelpu sem er sennilega alveg sama.
2) Ófullnægjandi líkamsrækt. Það er ekki erfitt að lifa heilbrigðt líf án þess að verða feit/ur ef aðeins leti er útilokuð úr dagsrútínunni. Að fara í ræktina tvisvar í viku til að brenna kaloríur virkar mjög vel ef aðeins rétta kunnáttan er fyrir hendi. Það er einnig hægð að halda sér í formi án þess að fara í ræktina, en til þess þarf maður fyrst og fremst að vera í formi til að byrja með.
3) Hjartagallar og aðrir sjúkdómar (offita er ekki tekin með)
Þú skuldar mér kinnhest.