Ástin mín sem er fullkomnasti maki sem fyrirfinnst á þessari plánetu, er enþá með mér, og er ekki dáinn (sem beeeetur fer) en, við erum í fjarsambandi atm.. hann fór til noregs að vinna seinasta þriðjudag, og ég er enganvegin að höndla það :( það eru nokkrar ástæður; ég sakna hans svo ofuróeðlilega, að það fá engin orð það útskýrt, ég vorkenni honum svo mikið, því hann er einn með pabba sínum á einhverji liggur við mannlausri eyju norður í hjara veraldar, internetlaus og vinalaus, ég er ólétt komin næstum 24 vikur á leið, hann er að missa af svo miklum spörkum og látum í litlu skvísunni okkar…
óléttuhormónavesenið á mér gerir þetta ekkert skárra..
Mér líður ágætlega þegar ég er með vinum mínum, en fæ samt smá samviskubit því hann er einn að láta sér leiðast, og hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki bara sig.
ég sendi honum sms, þegar ég vil eitthvað segja, en fæ ekki mörg til baka, þar sem hann á agga litla inneign og ekkert internet fyrr en á mánudaginn.. hann er væntanlegur heim í október… þrír mánuðir.
Fjarsambandslið, HVERNIG MEIKIÐI ÞETTA…. ég verð bara þunglind á þessu og fáránleg.. ándjóks, ég er bara að skrifa þetta hérna til að losa um hjartað mitt… er ekki að leita af neinum sérstökum svörum, því ég VEIT það eru engin töfraráð… er bara að vorkenna sjálfri mér og auglýsa það á netinu, eins og ófáir gera hérna inn á. Hinsvegar ef þið eruð með ása upp í erminni meigið þið endilega deila, þó ég búist ekki við því… hef vælt á öðrum síðum sem ég er virk inn á, allavega engir galdrakallar þar…
ég þakka allavega fyrir þetta 100% traust sem ríkir í þessu sambandi, því þetta væri óbærilegt ef ég væri nú að hafa einhverjar áhyggjur af því að hann væri mér ótrúr ofan á þetta.. fínt að reyna líta á björtu hliðarnar… Hlakka til að hann komi heim, hlakka til að litlan okkar komi í heimin og við verðum öll saman… en það er svo langt í það :'(
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C