Mér leiðist í vinnunni svo ég ætla að hafa mig í það að svara þessu. Hef ekki nennt því hingað til.
Þeir allra rómantískustu vilja meina að það sé ekki hægt að skilgreina ást því að ást er eitthvað sem maður “bara finnur”. Eitthvað huglægt sem breytist eftir einstaklingum.
Þeir allra órómantískustu(andstæða við rómantík plz)vilja meina að ást sé bara boð eftir taugum og efnasambönd og eitthvað meira í heilanum(ekki klár að mér í líffræði eins og sést).
Ég held að ást sé eitthvað sem fólk ákveður að gera. Þ.e.a.s. þegar kemur að maka og vinum. Foreldrar eru svona skylda(ef þeir hafa hagað sér vel þ.e.a.s.). En vinir og maka ákveður maður að elska, annaðhvort ómeðvitað eða meðvitað. Ef við tökum vini sem dæmi, flestir hafa rifist við vini sína, sumir jafnvel það heiftarlega að það hefði átt að slíta vinskapnum þá, en það gerðist ekki, ég vil meina að þarna hefur maður tekið meðvitaða eða ómeðvitaða ákvörðun um að halda áfram að elska þessa manneskju. Sama með maka.
Fyrstu stigin í sambandi eru alltaf svo frábær og ekkert amar að og hinn aðilinn er fullkominn, en það er bara vegna þess hvernig hinn aðilinn lætur þér líða með sjálfan þig, svo tekur næsta stig við þar sem aðilinn er ekki jafn fullkominn, hann er eksjúlí kannski frekar pirrandi, ef maður kemst yfir þetta stig má segja að maður hafi tekið ákvörðun um að halda áfram að elska makann.
Æi. Þetta er load of crap. Ekki lesa:-)