ég og kærastan mín höfðum verið saman í hálft ár, en síðan endaði það þegar við vorum úti með vinunum.það var þannig að ég sá að henni leið ekki vel, og það var einhvað sem hun var að hugsa.þannig að ég ákvað að reyna að tala við hana.eftir langt samtal sagði hún mér að hún vildi enda þetta, en samt halda vinasambandinu góðu.
þetta var mjög erfitt fyrir mig þar sem ég hafði veitt henni allt mitt traust.við sögðum hverju öðru allt, og það voru ekki neinar ástæður sem ég fann fyrir því að enda þetta.hún var sú eina sem ég gat farið með að leiðinu hjá föður mínum heitnum,eina sem ég sagði allt það persónulegasta,og nákvæmlega sú sem ég vil vera með.
ég ákvað einn daginn að tala við hana.segja henni bara allt sem ég var að hugsa.sagði allt sem ég var að hugsa og velti fyrir mér afhverju hún sjái ekki að okkur er ætlað að vera saman.við höfðum allt til þess. og það sem ég fékk í mig, var að við hefðum allt nema ást. semsagt að hennar tilfinningar gagnvart mér væru nánast andstæðan við þær sem ég hafði fyrir henni.
en hún hefur alltaf verið að rugla mig.um daginn þá urðu hlutirnir aftur orðnir eins og við værum saman.hún sýndi gömlu tilfinningarnar til mín og allt, og þá kviknar vonin hjá mér um að það geti orðið eitthvað aftur á milli okkar.hún sagði meira að segja að hún voni að ég verði ekki hrifinn af annari, því henni finnst tilfinningarnar hennar til mín vera að kvikna aftur.en síðan þegar við kveðjumst, þá er eins og hún vilji ekki neitt og ýti mér í burtu. og svo er eins og hún vilji ekki hitta mig.
en síðan kemur annað tímabil þar sem hún sýnir mér tilfinningarnar, og við verðum rosalega náin saman og þar sem allt er gott.en síðan ýtir hún mér aftur í burtu.mér finnst eins og það sé verið að valta fram og aftur yfir mig.
það er eins og hún hafi tilfinningarnar enþá, en vilji það ekki.
hvað á ég að gera? ég vil án djóks ekki sleppa henni eftir allt sem við höfum lent í.get ég náð henni aftur? :$
hæ