brautin er ca 40 km frá kef og inn í miðbæ reykjavíkur.
þá er hún ca 30 km frá hafnarfirði og inn í keflavík.
Myndi ekki segja 20 mín tops, en það tekur frá hafnarfirði og inn í keflavík ca 20 mín, og frá miðbænum er það 30-40 min - allt eftir umferð.
ef manneskjan er að tala um þetta sem fjarsamband, kef-rvk, þá hef ég verið í fjarsambandi í 2 og hálft ár og aldrei gert mér grein fyrir því…
tel það ekki fjarsamband ef svo stutt er á milli manneskja og þau geta komist léttilega í samband við hvort annað,
ég flutti til noregs í hálft ár í byrjun ársins og við kærastinn minn vorum þá í sundur í 3 mánuði, hittumst í 10 daga heimsókn hans og svo aftur í sundur í 3 mánuði, og það var svo dýrt að hringja að við gerðum það aldrei. það myndi ég kalla fjarsamband.