það er svo ótalmargt…
hvernig við höfum sama húmor, hvernig hann hefur vaxtarlag (hávaxinn, grannur) eins og mér finnst hrífandi, hvernig hann hlær, hvernig hann nennir alltaf að hlusta á mig og mín vandamál og getur komið með ráð, veit hvenær hann á að þegja, erum oftast sammála um hlutina, höfum áhuga á sömu hlutum og sömu tónlist, viljum gera sömu hlutina, hvernig hann er alltaf tilbúinn að gera nánast allt fyrir mig, gjafir (afmælis, jóla) sem hann gefur mér, að hann vilji alltaf setja hendina undir höfuðið á mér og kúra þegar við erum að sofna, strýkur mér hárinu og bakinu, nær að róa mig þegar ég er virkilega stressuð (er með kvíðaröskun), og tekst að koma mér í gott skap þegar ég er pirruð, og getur alltaf fengið mig til að hlæja, hvernig hann kallar mig alltaf krútt yfir hlutum sem enginn pælir í (hvernig ég sný mér eða ákveðinn svipur eða hvað ég geri), og hvernig hann tekur eftir litlu hlutunum sem ég hélt að enginn tæki eftir (ég svara mömmu minni ALLTAF í simann með sama hæ-inu, en öllum öðrum svara ég með öðruvísi hæ-i og hann benti á það um daginn)
það er alveg…milljón meira haha, sem kannski bara ég skil.
Bætt við 19. júní 2009 - 13:29
svo fýla ég líka að hann sé osom trommari.
og líka hvernig hann fer að hlæja aulalega að sjálfum sér eftir að hafa gert eða sagt eitthvað sem honum finnst sjálfum fyndið.