Þarf bara að fá smá útrás, en ráð væru vel þegin ef hægt er..
Fyrirfram afskaka stafsetningarvillur.
Hérna síðustu 2vikurnar er ég búin að vera greinilega í einhverju emo-state eða eitthvað þegar það kemur að sambandinu hjá mér.
Er með æðislegum strák og þykir alveg afskaplega vænt um hann, en hérna uppá síðkastið hefur mér bara fundist þetta einhvernveginn of erfitt, smá misst traustið og liðið eins og hann bara vilji mig alls ekki, þótt svo sé ekki þar sem að hann er ekki slakur við að láta mig vita hvað ég er fyrir honum. Við höfum þurft að berjast alveg slatta fyrir þessu sambandi og…æj, ég veit ekki.
Er orðin þreytt á að særa sjálfa mig, við að berjast fyrir öllum mótbárunum en þykir bara of vænt um hann til þess að hlaupa í burtu.
Er þetta eðlilegt, eða ?
& hvað í andskotanum á ég að gera?