Ég á við smá vandamál að stríða
Ég var/er hrifin af besta vini mínum, og hann á kærustu og kærastan hans er fyrrverandi besta vinkona mín.
En ég held að þetta sé samt meira svona „ég verð að fá eitthvað sem ég get ekki fengið“ dæmi, því að ég vissi að áður en hann byrjaði með kærustunni sinni að hann var hrifinn af mér nema ég –svolítið hrædd við skuldbindingar..- sýndi honum engann áhuga og því þróuðust málin hjá honum og kærustunni.
Við hittumst alla daga og alltaf er hann mikið í mér, og eins þegar að ég segi að ég fíli einhvern gæjann þá verður hann brjálæðislega afbrýðissamur en ég má alveg hlusta á hann tala um einhverja heita gellu sem hann sá í ræktinni eða eitthvað svoleiðis grunnhyggið.
Fer ekkert lítið í taugarnar á mér!
Alltaf þegar að ég reyni að ‚losna‘ við hann (vera minna með honum, hitta annað fólk ) þá verður hann svo sár og kemur alveg vælandi til mín „þú ert besta vinkona mín.. blablabla“
Ég verð stundum alveg fáranlega dónaleg við hann en ekkert virðist virka!
En núna þá er ég bara að reyna að komast yfir þessa litlu fáranlegu hrifningu og þarf smá hjálp frá ykkur með allt annað mál :)
Þegar ég er í vinnunni (hverjum degi) sé ég alltaf einn strák sem mér líst frekar mjögmjögmjög vel á, hann vinnur einmitt í nágrenni við mig.
Mig langar svo að byrja að tala við hann eða eitthvað en ég veit bara aldrei hvað ég á að segja eða gera, ég fæ svona trilljón tækifæri á dag til að segja eitthvað en ég gugna alltaf.
Svo spurningin er hvað ég ætti að segja og hvað væri gott efni til að byrja að tala um?
Með fyrirfram þökkum
Bætt við 21. maí 2009 - 23:27
Gosh, þarf ekki að taka þetta fram að ég er að senda þetta inn fyrir notanda svo svarið eftir bestu getu:)