Var að velta fyrir mér hvernig tilfinningu fólk hérna hefur fengið við sambandsslit?
Ég er að fara að ganga í gegnum sambandsslit núna eftir tæp 2 og hálft ár, og það hræðir mig eiginlega óendanlega.
Mér finnst næstum eins og ég sé að gera mistök, þó ég sé að gera það rétta. Og mér líður einsog einhver sé að grípa í innyflin á mér og kreista, einnig finnst mér eins og ég eigi aldrei eftir að finna svona gott tilfinningasamband sem ég hafði við kærastann minn - sami húmor, sömu skoðanir á hlutum osfv.
Svo finnst mér ég óendanlega ein.
Og líka að ég nenni varla að ganga í gegnum eitthvað nýtt aftur.. nýtt samband, ný manneskja, þar sem maður er orðinn svo vanur hinum aðilanum eftir rúm 2 ár og er fyrir löngu orðinn fullkomlega eðlilegur og alveg eins og maður er, og getur gert allt og sagt allt sem manni finnst án þess að “óttast” að hinum aðilanum finnist það asnalegt…
Er þetta bara ég að líða svona?