Næsta dag tölum við saman á Facebook og ákveðum að hittast aftur. Við ákveðum stund og stað og svo hittumst við. Þannig heldur þetta áfram í svona þrjár vikur þar til við stillum á “in a relationship” á Facebook og allt í góðu. Ég kynni hana fyrir fjölskyldunni minni og öllum semur vel saman. Svo hittir hún stjúpbróður minn sem er þokkalega mikill “player”. Svo fer ég úr bænum þarsíðustu helgi til að heimsækja afa minn og hún segist engan veginn komast með, of mikið að gera í skólanum og eitthvað. Ókei, gild afsökun.
Þegar ég kem heim fer ég á Facebook og finn myndir af kærustunni minni og stjúpbróður mínum í hörkusleik á djamminu! Ég fyllist náttúrulega bræði samstundis og hringi í hana. Hún er með slökkt á símanum, svo ég hringi í stjúpbróður minn sem svarar ekki. Sé ég þá að hún er búin að breyta relationship status í “it's complicated”. Næsta dag fæ ég sms frá henni þar sem hún segir að þetta sé búið.
Af hverju er maður látinn þola svona? Af hverju gat hún ekki farið aðra sársaukaminni leið að þessu?
Iðnaðarmaður.