Hvers vegna ertu með honum meaculpa?
Hugsaðu til þess hvers vegna þú byrjaðir með honum í byrjun fyrir þessu eina ári, og berðu það saman við hvernig samband þú átt við hann í dag, er það þess virði?
Miðað við hvernig þú orðar þetta þá hafið þið verið í rifrildum við hvort annað síðan þið byrjuðuð saman og þú segir að þér finnist eins og þetta sé að ígerast…hafi byrjað á ósætti og reiði en nú sé farið að leiðast út í að hann sé að öskra, halda þér fastri, brjóta hluti, og eins og þú sagðir, eyðileggja allt sem fyrir vegi hans verður..
Það er ekki heilbrigt samband ef parið getur ekki komist af eina viku án þess að lenda í risastóru rifrildi sem endar með að allt sé brotið og bramlað (skiptir engu um hvað það snýst þetta rifrildi)
Síðan er spurning sem þú þarft að hugsa um og svara sjálf
Eru þið að rífast um það sama eða eru þið að rífast alltaf um nýtt og nýtt efni…
Ef þið rífist alltaf um það sama þá er það eitthvað sem tengist sambandi ykkar
en ef þetta eru alltaf ný rifrildi þá gæti það verið að þið farið í taugarnar á hvort öðru með hegðun ykkar
(með öðrum orðum þá þolir þú ekki hvernig hann hegðar sér og öfugt)
Þú segir að þú hafir oft íhugað að hætta með honum en aldrei látið verða af því.
Hér er stór spurning sem þú verður að spyrja þig sjálfa að og sú er hvort þú elskir hann.
Ef þú ert að byggja upp samband við þennan strák sem snýst um vorkunsemi en ekki að þú elskir hann þá er augljóst að þetta samband er dæmt til að þið hættið saman á endanum.
En ef þú elskar hann þá skil ég vel að þú skulir enn vera í sambandi með honum þrátt fyrir erfiðleika ykkar.
Hinsvegar, fyrst þessir erfiðleikar eru að ígerast og verða verri með hverjum degi að þeim punkti að þú þorir varla að vera ein með honum í herbergi, þá er þetta samband ekki þess virði…
Þú hefur reynt að laga sambandið, tala við hann, skilja hann en miðað við eitt ár af þessu og rifrildin ykkar einungis að versna, þá gæti verið að þið eigið jafnvel ekkert saman..og ég gæti vel trúað því að þetta hafi tekið sinn toll á þér þetta samband..
Líka er spurningin hvort honum finnist mikið vera að sambandinu eða hvort honum finnst hlutirnir vera í fínu lagi.
Ef svo er að honum finnst eitthvað mikið vera að sambandi ykkar en getur ekki tjáð sig þá væri jafnvel sniðugt fyrir ykkur að taka pásu frá hvort öðru í óákveðinn tíma
En ef honum finnst sambandið ykkar vera í fínu lagi og er að pirra sig yfir því að þú sért ekki á sama máli… þá finnst mér augljóst hvað þú ættir að gera og það er að hætta með honum, hugsaðu um sjálfa þig núna en ekki hann.
Ekki bíða með það að hann gæti lagt hendur á þig eða bíða með það að sambandið gæti batnað..
Ef það er ekki batnað eftir eitt ár og hefur í raun versnað og tekið sinn toll á þér þá er þetta samband ekki þessi virði fyrir þig..
Önnur pæling fyrir þig til að hugsa um
Ef þú hefur átt aðra kærasta, voru sambönd ykkar svipuð og þetta eða voru þau alveg þvergagnstæð við samband þitt nú við þennan strák?
Þetta eru mínar pælingar um þetta og vonandi hjálpa þær þér eitthvað, jafnvel smá ef eitthvað er.
Þetta sem þú ert stödd í minnir mig mjög mikið á eina bestu vinkonu mína en hún er í mjög svipuðum málum, jafnvel alveg eins máli og þú….
Ég hef samt ekki geta sagt þetta við hana því við eigum mjög stirt samband í dag vegna þess að hún er sjálf í svona svipuðu sambandi…
þó er ég feginn að ég hafi getað gefið þér ráð og vonandi hjálpa þau þér eitthvað…