persónulega hætti ég bara að tala við mína í nokkra mánuði, get alveg verið vinur hennar núna og sætt mig við hvað hún gerir…hjálpa henni örugglega meira með strákamál en nokkurri annarri vinkonu minni meira að segja. fyrstu dagana var ég alltaf þvílíkt að pæla hvað hún væri að gera og svo framvegis en var bara sterkur og passaði mig að hafa ekkert samband við hana. svo smám saman varð það auðveldara og ég var nær alveg búinn að gleyma henni þegar hún svo hafði samband nokkrum mánuðum síðar og þá var ég alveg kominn yfir hana.
svo basically þá þarftu bara smásjálfsstjórn, sem ég geri mér samt grein fyrir að er hægara sagt en gert.
Bætt við 15. apríl 2009 - 00:23
væri reyndar ekki fair nema að segja að ég reyndi mjög mikið við aðrar stelpur í þarna einhverja stund, nánast bara allar sem ég þekkti. þetta var samt svo greinilega sad reboundthing hjá mér að það virkaði á þær fæstar og ég mæli ekki með því, en fyrst ég var að koma með mína reynslu verð ég að koma með þetta líka.