Alls ekki hlusta á neitt diss hérna frá fólki. Ef þú vilt trúlofast kærustunni þinni þá auðvitað bara gerirðu það 18 ára gamall.
Þú þarft ekki leyfi frá foreldrum þínum til þess að trúlofast, þú ert orðinn 18. ára.
Hvað eruði samt búin að vera lengi saman?
Annars skiptir það engu máli, ég heyrði um par sem var búið að vera 2 mánuði saman og þau trúlofuðust og eru gift í dag og eiga nokkurn börn.
Mamma mín og pabbi trúlofuðu sig þegar þau voru búin að vera saman í 3 mánuði og þau eru ennþá hamingjusamlega gift í dag núna 23 árum síðar, og þau eignuðust sitt fyrsta barn (mig) ári eftir giftinguna.
Jú vissulega eru sumir að trúlofa sig alltof snemma EN það er líka alveg til fólk sem trúlofar sig mjög snemma og giftir sig og lifir svo bara hamingjusömu lífi og nefni ég sérstaklega foreldra mína sem gott dæmi um það.
Stundum er ástin bara svo mikil að fólk veit það bara eftir 2-3 mánuði að það vill eyða ævinni saman.
Sumir myndu segja að fólk sé ekki búið að kynnast eftir 2-3 mánuði en sumir bara kynnast hraðar en aðrir.
Ef þú ert viss um að þú viljir eyða ævinni með kærustunni þinni þá auðvitað bara trúlofarðu þig ég sé bara EKKERT að því.
Allaveganna eins og ég segi, mínir foreldrar trúlofuðu sig þegar þaur voru búin að vera saman í 3 mánuði, giftu sig svo bara fljótlega. Eignuðust mig ári síðar og það er ennþá eintóm gleði og hamingja hjá þeim núna 23 árum síðar :)
Vona samt að þið séuð búin að vera lengur saman en eina viku :)
Cinemeccanica