Einu sinni kynntist ég frábærum strák. Við vorum saman í einhvern tíma, samband sem var varla meira en bara dúll og endaði svo eiginlega útaf engu, bara af því við vorum krakkar og þegar eitthvað gekk ekki upp gafst ég upp.
Urðum vinir eftir smá tíma. Seinna mjög góðir vinir og núna er þetta einn af bestu vinum mínum. Mér þykir rosalega vænt um hann.
Nýlega hef ég eitthvað verið að bera tilfinningar til hans aftur, sé eftir að sambandið hafi einhvernveginn hætt áður en það var eitthvað. Ég hef verið að pæla hvað hefði gerst ef við hefðum reynt að láta þetta duga. Ég veit að hann sá líka eftir þessu, vildi þetta meira en ég meira að segja.
Og ég veit ekkert hvað ég á að gera, hvort ég á að gera eitthvað. Ég vil náttúrulega halda í vináttuna, og þetta er mjög gott eins og það er. Ég veit ekki hvort þetta er bara forvitnin um hvað hefði getað gerst eða hvað … Ég hef alltaf hugsað hvað við gætum verið góð saman … Æ, ég veit bara ekki. Ég hef verið mjög lengi á lausu og er farin að verða mjög leið á því, hvað ef það er bara einmanaleikinn sem fær mig til að hugsa um þetta?
Þar að auki býr hann annarsstaðar á landinu og það er ekki að fara að breytast.