Pásur eru eitthvað sem ég botna ekki alveg í.. ég hef tekið svoleiðis nokkrum sinnum með fyrrverandi kærustum, og eins og gefur að skilja, þá gerði það hlutina ekkert skárri frá mínum bæjardyrum séð. Dramað varð bara meira ef eitthvað er og sambönd þessi heyra sögunni til, sem BETUR FER ! ;)
Mér finnst hinsvegar ótrúlega gott að komast stundum í burtu frá öllu þegar ekki gengur vel, og sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.
Þá er ég ekki að tala um að fara að sofa hjá út um borg og bý, djamma frá mér allt vit og hafa jafnvel minna af mér að gefa þegar pásu lýkur.. heldur bara taka skref aftur á bak til þess að anda, og leggjast í smá naflaskoðun ;)
.. sjá hvort að þetta sé eitthvað sem ég virkilega vil, og hvort ég geti verið eins hamingjusöm og mögulegt er með þessari manneskju, og hún með mér.
Það er svona eins og allt lítur aðeins öðruvísi út þegar maður stendur uppi á stól og horfir á hlutina þaðan.. :P
Ekkert sem ég skrifa er í samhengi ?