Jæja hugarar nú ætla ég að setja fram smá vandamál með von um að þið getið hjálpað mér að leysa það.
Þetta snýst að sjálfsögðu um stelpu. Hún heitir bára (kalla hana það til að halda nafnleynd). Hún er búinn að vera á föstu með strák sem við köllum bara magga. Hún og maggi eru búin að vera á föstu í svolítinn tíma núna en fyrir um 2 vikum tjáði hún mér að hún væri mikið meira hrifin af öðrum gaur (sem við köllum bar ása).
Bára og ási voru saman áður en hún kynntist magga(byrjaði með honum eftir að hún og ási hættu saman)en það samband gekk ekkert upp og þau hættu saman. Miðað við hvernig ég skil málið eru þau bára og ási búin að brenna allar brýr að baki sér og ekki er von að þau byrji aftur saman.
En hún semsagt tjáði mér að hún væri í raun mikið hrifnari af ása en magga og vill losna úr því sambandi(eða minnsta kosti sjá hvort ási hefur ennþá áhuga(sem mér finnst skrítið)). hún semsagt kom til mín í leit af ráðum og spurði mig hvort ég gæti hjálpað.
Vandinn er hinsvegar sá að ég er mjög hrifinn af henni og væri búinn að reyna við hana sjálfur (áður en öll þessi vitleysa byrjaði)en ég er bara svo andskoti óframfærinn.
Hvað skal ég gera. Segja henni að sætta sig við það sem hún hefur, hjálpa henni að kanna landið hjá ása, eða reyna að koma því til skila að það er einn annar hérna á svæðinu sem vildi ekkert frekar en að enda þessa vitleysu og halda henni fyrir sjálfann sig. Sýnist að hvað sem ég geri þá er ég að svíkja einhvern vina minna. Mín helsta ósk væri að geta bakkað út úr þessu en það bara myndi aldrei ganga út af því að þá myndi hún ekki leyfa mér að fara fyrr en ég væri búin að gefa útskýringu á þessu
hvað skal ég gera?
Bætt við 27. mars 2009 - 14:32
veit af nokkrum stafsetningarvillum þarna og þætti vænt um að þið væruð ekkert að minnast á þetta.