ok

Segjum sem svo að þú hafir verið í sambandi alveg frekar lengi (segjum bara ár plús) og sambandið nánast einkenndist aðeins af særingum fyrrverandi, sem fyllti mælinn á endanum og varð ástæðan fyrir sambandsslitunum.

Þú kemst að því að 2-3 vikum seinna er hann (nú eða hún) strax farin að hitta aðra/annan stelpu/strák. Hvernig myndi ykkur líða? Mynduði skipta ykkur af því?

Sjálf er ég frekar paranoid og mér finnst hrikalega ömurlegt af honum að byrja strax að vera með öðrum stelpum eftir 3ja ára samband, við hættum saman því hann særði mig og hann fer útúr sambandinu og heldur áfram að gera það sama. Maður þarf sinn tíma til að jafna sig, right? og maður á að bera tillit til þess.

Bætt við 23. mars 2009 - 13:21
þess má geta að hann er búinn að segja henni allt um sambandið okkar, og fullt! af hlutum sem ég sagði honum í trúnaði