Við tölum saman um allt í heiminum. Ég er ekki að ýkja það neitt, við tölum um allt.
Þegar ég kynntist honum var hann það sem maður kallar sweet, indæll, nice og allt það. Hann var alveg ekta good guy. En hann var líka frekar óreyndur og vildi endilega prófa sig áfram og vera smá svona bad boy. Hann er náttúrulega bara strákur eins og aðrir strákar, og hann var ennþá hreinn sveinn og orðinn óþolinmóður að missa sveindóminn og svona.
Ég gaf honum fullt af góðum ráðum, og hjálpaði honum heilmikið af því að sjálfstraustið hjá honum var alveg í mínus þegar við kynntumst. Það gerði ótrúlega mikið gagn, og ég tók eftir rosalegum muni. Hann varð miklu öruggari með sjálfan sig og sáttari við lífið og tilveruna. En hann fór líka að verða minna considerate og meira self-centered. Hann var vanur því að ofhugsa hlutina, til dæmis ef hann kyssti stelpu einu sinni var hann dauðhræddur um tilfinningar hennar og gerði allt of mikið mál úr því. Ég sagði honum ítrekað að hafa ekki svona miklar áhyggjur og hann tók því aðeins og bókstaflega… hafði einfaldlega ENGAR áhyggjur af tilfinningum stelpnanna lengur.
Hann missti sveindóminn og svaf svo hjá annarri stelpu, og svo einni af bestu vinkonum mínum (ég á þrjár). Köllum þessa A. Hann kom samt hálfilla fram við hana, þau voru bara bólfélagar og hún vissi það, en hann var einum of mikið BARA að hugsa um kynlífið. Þússt, maður spjallar líka smá við bólfélagana sína, ég er ekki að tala um meira. Vinkona mín var ekki að búast við neinni rómantík, en hún var að búast við að þau myndu allavega spjalla í bílnum á leiðinni heim til hans, ekki bara drífa sig inn að ríða og svo skutla henni heim.
Svo kyssir hann aðra vinkonu mína stuttu á eftir þessu, og svo enn aðra, einu sinni tvær á sama kvöldi. Aðra af mínum bestu vinkonum, B, og svo eina bara svona kunningjakonu.
Svo kyssir hann þriðju bestu vinkonu mína, C, þegar hún er í heimsókn hjá mér og við förum á djammið saman, þau gera líka aðeins meira en að kyssast en ganga ekki alla leið sökum tímaskorts.
Hann og B hittast alveg nokkrum sinnum í viðbót af því að hann og systir B eru vinir. Þau kyssast nokkrum sinnum í viðbót og núna eru þau bæði svona hálfringluð og dáldið skotin hvert í öðru.
Þar sem að ég er mjög náin öllum stelpunum er ég alltaf einhvers staðar mitt á milli, ég er manneskjan sem allir hringja í til að segja frá því hvað gerðist eða gerðist ekki.
Kannski er ég asnaleg, en þetta truflaði mig aldrei neitt sérstaklega. Mér fannst þetta bara dáldið fyndið.
Ég var hrifin af honum þegar ég kynntist honum fyrst, og það voru brjálaðir straumar á milli okkar. En aðstöðurnar voru þannig að við vissum bæði að það gæti eiginlega ekkert gerst. Eða það sögðum við bæði á þeim tíma. Svo bara hætti hann að vera þessi sweet gæi og fór að reyna við allt sem hreyfðist og ég svona hálfmissti áhugann þó að mér þætti ennþá óendanlega vænt um hann og hann væri besti vinur minn.
Hann er frekar duglegur að beila á mér. Hann hefur eiginlega bara tíma fyrir mig þegar hann er að reyna við einhverja vinkonu mína, og hann hefur alveg let me down oftar en einu sinni. En þegar við erum ein saman er hann svo yndislegur, hann segir mér hvað honum þyki ótrúlega vænt um mig og hvað ég skipti hann miklu máli og hvað hann sé ánægður að við höfum kynnst og hvað hann sé þakklátur fyrir allt sem ég hef kennt honum.
Núna eru hann og B hrifin hvert af öðru. Þeim langar ekki bara til að kyssat, eða ríða. Þeim langar að kúra, að leiðast, að horfa í augun á hvert öðru og að tala saman heilu næturnar. Ég talaði við hann í gær, við áttum ótrúlega langt og gott samtal bara tvö ein. Hann var að tala um það að þó að honum fyndist gaman að vera player og að þá fyndist honum hann vera kúl, þá væri þetta Hann. Að leiða, og kúra og horfa í augun á stelpunni. Að Hann væri bara þessi týpa. Og að honum liði betur þannig. Ég sagði honum bara sannleikann, að ég vissi alveg að hann væri í alvörunni sweet gæi, og að ég kynni meira að segja betur við hann þannig.
En.
Ég finn svo til í hjartanu.
Ég er búin að vera í nokkra daga að fatta af hverju. Mér var nefnilega alveg nákvæmlega sama í öll hin skiptin sem hann gerði eitthvað með vinkonum mínum. En þá líka merkti það ekki neitt. Þetta voru bara one night stands eða kossar á djamminu. Hann og B. Það er miklu meira. Það er allt annað. Það á sér framtíð.
Mér líður eins og einhver hafi stungið hendinni inn í brjóstkassann á mér og sé að reyna að rífa hjartað þaðan út.
Ég hafði ekki hugmynd um að mér liði svona. Við erum bara vinir. Það er alveg á hreinu. Og hann hefur ekki hugmynd um að mér líði svona.
Ég er samt ekki… afbrýðisöm, þannig séð. Ég elska vinkonu mína. Og ég elska hann. Og þau eru ósköp sæt saman, og ég vil að þau séu hamingjusöm. En það ristir mig á hol að þau þurfi að vera það saman.
Ég er ekki að gráta það að ég sé ekki í hennar hlutverki.
Ég er að gráta það sem hefði getað orðið. Ég VEIT að ef ég hefði sagt honum hvernig mér leið í upphafi, þarna alveg fyrst, þá hefði eitthvað getað gerst hjá okkur. Það voru straumar, augljósir straumar. Og það sem virtist svo flókið þá er ofureinfalt núna. Ég missti af tækifærinu mínu.
Ég held að í undirmeðvitundinni hafi ég bara alltaf gert ráð fyrir að það kæmi aftur, að einhvern daginn, löngu löngu seinna myndum við…
En ef hann og B… þá er ekki séns að það geti nokkurn tíman orðið.
Kannski var tækifærið mitt löngu farið. En ég áttaði mig ekki á því fyrr en hér, núna. Og það er sáááááááárt.
Og ég get ekki einu sinni talað um það við bestu vinkonu mína :S
Alltaf þegar ég les bók lekur súkkulaði úr Eiffel turninum.