Ég var beðin um að senda þetta inn nafnlaust. Vinsamlegast svarið eftir bestu getu
Ég og kærastan mín erum í fjarsambandi og ákvöðum að taka hlé út af því við spjöllum voða lítið á msn og þannig reyndar nánast ekkert, svo sá ég að hún hafði gert athugasemd á mynd hjá öðrum stráki sem stóð eitthvað með ‘Ég elska þig mest í öllum alheiminum’ svo ég hélt að hún hafði fundið einhvern annann og ég ætlaði ekkert að fara væla í henni því ég vissi að við töluðumst voða lítið saman og taldi að hún hafi fundið einhvern annann sem hún gæti talað við meira. Svo ég kynntist annarri stelpu og við náðum góðum tengslum saman og erum smá hrifin af hvort öðru, en svo þegar kærastan sem ég hélt að væri búin að segja mér upp komst að þessu þá talaði hún við mig og sagði mér að athugasemdin sem hún setti á myndina með strákinn væri hommi.
Svo núna veit ég ekki hvað ég á að gera, vera með kærustuni sem er miður sín af sorg sem mér þykir vænt um eða vera með hinni stelpuni sem er hrifin af mér og ég af henni.
Bætt við 15. mars 2009 - 23:47
Smá leiðrétting, notandinn vill taka það fram að bæði samböndin eru fjarsambönd.