Okay svo segjum að það sé par , þau eru ekki búin að vera lengi saman , rúman mánuð eða eitthvað og nú er annað þeirra byrjað að fá svona second thoughts um þetta samband , því það þróaðist svo hratt og þessi manneskja veit bara aldrei hvað hún vill og þarf þess vegna ákveðið fresli sem henni finnst hún ekki fá í þessu sambandi.
Manneskjan hefur líka ákveðnar efasemdir um ást hins aðillans , finnst eins og hann sé að hugsa um einhvern annan þegar hann horfir á hana og finnst hann vera frekar fjarlægur við hana , eins og hann vildi bara óska þess að hún væri einhver annar.
Athugið það að manneksjunni okkar þykir rosa vænt um makann sinn og vill ekkert gera til að særa hann og veit þess vegna ekki hvort að hún eigi að vera sjálfselsk og veita sér þar fresli sem hún heldur að hún þurfi (hún er aldrei viss um neitt) eða hvort hún eigi bara að láta sig hafa það að vera í sambandinu þó henni líði ekkert alltof vel í því og hefur þess vegna verið að fjarlægjast hinn aðillan líka.
Hvað á manneskjan okkar að gera ?
Er rétt gangvart henni sjálfri að halda áfram í sambandinu þó að henni líði ekki vel í því.
Er hún að vera eigingjörn ef hún hættir með makanum?
Skiptir það ekki mestu máli að maður sé sjálfur hamingjusamur?
Þó að hún þurfi að sætta sig við það að sjá líklega eftir því að hafa hætt með gaurnum og geti auðvitað ekki gert gaurnum það að reyna við hann aftur ?
er manneskjan okkar ömurleg manneskja ?