Ja, mér væri allavegana ekki sama, það er alveg á hreinu. Ef vinkonan er almennilega vinkona og veit hvaða tilfinningar maður ber til stráksins þá lætur hún hann vera. Það er allavegana mín skoðun. Ef hún aftur á móti hefur ekki hugmynd um að maður er enn hrifin og heldur að maður sé löngu komin yfir gæjann þá finnst mér maður ekki hafa rétt á því að vera fúll. Annars held ég að góðar vinkonur ættu alltaf að geta rætt svona hluti og komist að sameiginlegri niðurstöðu sem báðar geta verið svona þokkalega sáttar við. Kærastar koma og fara, en góður vinskapur varir oft ævilangt. Ef það eru bara nokkrir mánuðir liðnir frá því að þú og gæjinn hættuð saman þá efast ég um að vinkonan sé á þeim stutta tíma búin að sjá út að þessi maður sé hennar framtíðarmaki, sérstaklega ekki þar sem engin reynsla er komin á eitthvað samband þeirra á milli, þess vegna finnst mér að hún eigi að sleppa honum.<br><br>Kveðja,
GlingGlo