Hey það er af sem áður var
Í það minnsta hvað varðar ástina
Ekkert mál að finna hana en ennþá léttara að drepa hana
Eins og enginn sé að skilja hana
Eins og enginn elski lengur
Eitt sinn var talað um að klífa fjöll
Nú er það bara g-strengur
Skammarlegt að sjá hvernig farið er með ástina
Nú til dags menn rengja hana, klæð hana úr fötunum og flengja hana
Fólkið virðist ekki sjá hversu falleg hún er
Nei, þau taka hana, nota hana, slíta hana, fara svo heim að rúnka sér
Fokk jú fólk ég vil elska, ekki hirða ástina úpp úr götunni
Illa hirta, fokked up hvað samtíminn er búinn að nauðga henni
Þeim finnst eins og að elska sé ekkert mál
Að þau kunni upp á hár, á einu kvöldi ástarbál
En ást í dag er örþunnt ál
Áður demantur sem hafði sál
Allt slétt og fellt yo!
Og enginn sorg
Það eru aðrir fiskar vinur
Öll fokkin' reykjavíkurborg
Þú getur söðlað um að valið úr
Eins og ekkert sé
Þú veist að ástin er svo auðveld elsku Heimir B
Nei, ástin er, alvarleg, falleg og góð
Þið eruð óð ef þið þykist geta lesið hana eins og lélegt ljóð
Illa ort og snubbóttur endir
Fullur af klisjum og þversögnum
Í mínum huga er orðið ást í dag, misnotað.

Að eilífu ég lofa, því orðin okkar sofa
Í nótt X4

Ég hef á tilfinningunni að fólk segist vera ástfangið
Bara til að segja það, bara til að gleðja sig
Hætt saman eftir mánuð og tvo daga að jafna sig
Þetta sjáfsblekking, smá neisti í sálartetrið
En kannski passar eitthvað
Og þau nenna að lesa smáaletrið
Eitt ár, eitt barn, eitt í viðbót og svo skilnaður
15 ára unglingur með 4 stjúpfeður
Að segja ég elska þig er ekkert mál
Að minnsta kosti gegnum sms
Eitt deit og einn dráttur er alveg nóg til þess
Allir elska í dag eins og kvikmyndum
Eitt “I love you” og svo búið
Því fólki finnst það knúið til þess nú að virðast vera “in love”
Því yo það er kúl að lifa á ystu nöf
Fá leið og henda sér niður
Lenda ósködduð á fótunum
Því því miður er það siður að fólk passar sig að halda sig frá hæstu fjöllunum
Og byrjar strax að leita að hinum fiskunum
Svo það er bein leið niður á bryggju
Því ást í dag er ekkert nema gamalt orð
Lof um tímabundna umhyggju.

Að eilífu ég lofa, því orðin okkar sofa
Í nótt X4

————————
Ég vildi bara deila með ykkur þessum frábæra texta, fyrir mér er hann að meika mikið sens. Þetta er alveg rétt, ást er virkilega ofmetin í dag.
Til dæmis þegar fólk er að byrja saman, og eftir nokkrar vikur er fólk strax farið að segja “ég elska þig”. Ég á erfitt með að skilja svoleiðis. “Ég elska þig” er svo hrikalega stórt orð og svo mikil meining á bakvið það að eftir nokkrar vikur eða mánuð þá finnst mér mjög ólíklegt að maður sé nú þegar farin að elska manneskjuna. Það er allavegana mín skoðun. “Ég elska þig” er allt í lagi að segja við vini sína og að nota á milli vina en þegar það er komið innan marka sambandsins finnst mér að það þurfi að vera virkileg meining á bakvið það. Fólk segir þetta óspart daginn út og inn, það er allt í lagi að segja “mér þykir svo vænt um þig”, en “ég elska þig” er mjög stórt skref fyrstu mánuðina (sérstaklega fyrir ungan aldur). Hugsið þetta kæru lesendur á meðan þið lesið textann og mögulega hlustið á lagið. Ég á það en ég hef ekki hugmynd um hvernig hægt er að nálgast það.
Það var hljómsveitin Fræ sem samdi og flytur þetta lag. Síðastliðna daga hef ég mikið verið að hlusta á þessa hljómsveit og ég skal segja ykkur það, að ég er hrifin.
——
Dýrð sé móðurinni sem ól þig!